Haustúthlutun úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa 2017
Haustúthlutun úr Spretti - Afrekssjóði UÍA og Alcoa 2017
Að hausti og vori ár hvert eru veittir styrkir, úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa, til efnilegra íþróttamanna og -kvenna á Austurlandi. Úthlutunarnefnd Spretts Afrekssjóðs UÍA og Alcoa hittust nú í nóvember og fór yfir þær 64 umsóknir sem bárust í haustúthlutun Spretts þetta árið. Einnig voru teknar umsóknir frá vori 2017 vegna afreksumsókna.
Í úthlutunarnefnd Spretts sitja eftirtaldir:
Fyrir hönd Alcoa:
Dagmar Ýr Stefánsdóttur, upplýsingafulltrúi og Hilmar Sigurbjörnsson, samskiptastjóri.
Fyrir hönd UÍA:
Elín Rán Björnsdóttir, Mannauðsstjóri Menntaskólans á Egilsstöðum og Helgi Sigurðsson, Tannlæknir
Ester Sigurðardóttir framkvæmdastjóri UÍA er starfsmaður nefndarinnar og sér um að taka á móti umsóknum og veitir upplýsingar um úthlutanir.
Eftirfarandi aðilar fengu styrk við haustúthlutun 2017.
Afreksstyrkur:
María Rún Karlsdóttir, blak, Þróttur nes. 150.000 kr.
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, blak Þróttur. 150.000 kr.
Kristinn Már Hjaltason, fimleikar Höttur. 150.000 kr.
Mikael Máni Freysson, frísbígolf, UMF Þristur. 150.000 kr
Iðkendastyrkur:
Guðjón Berg Stefánsson, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.
Hafdís Guðlaugsdóttir, sund, Höttur. 75.000 kr.
Hlynur Karlsson, blak, Þróttur. 75.000 kr.
Katrín Anna Halldórsdóttir, fimleikar, Höttur. 75.000 kr.
Særún Birta Eiríksdóttir, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.
Tinna Rut Þórarinsdóttir, blak, Þróttur Nes. 75.000 kr.
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir, blak, Þróttur. 75.000 kr.
Þorsteinn Ivan Bjarkason, bogfimi, Skaust. 75.000 kr.
Þjálfara/félagastyrkur:
Körfuknattleiksdeild Fjarðarbyggðar. 100.000 kr
Glímuráð UMF Vals. 100.000 kr.
Fimmleikadeild Hattar. 100.000 kr.
Lyftingafélag Austurlands. 100.000 kr.