Launaflsbikarinn 2017

Launaflsbikarinn 2017 er hafinn og lauk fyrstu umferð í seinustu viku. Í ár eru sex lið eru skráð til leiks. Einherji, Wintris, Spyrnir, UMFB, Leiknir og BN.

 

Leikin verður einföld umferð í deild og síðan verður úrslitakeppni. Leiknir fagnaði sigri í fyrra eftir úrslitaleik við Spyrni með marki á lokamínútunum. Það verður spennandi í ár hvaða lið mun lyfta bikarnum.

Leikjafyrirkomulagið í ár er svona:

1.umferð: 10. Júní - Leiknir - Einherji. BN - UMFB. Spyrnir - Wintris
2.umferð: 17. Júní - Spyrnir - Leiknir. Wintris - UMFB. BN - Einherji.
3.umferð: 24. Júní - Leiknir - BN. UMFB - Spyrnir. Einherji - Wintris
4.umferð: 8. Júlí - BN - Spyrnir. Leiknir - Wintris. Einherji - UMFB.
5.umferð: 15. Júlí - UMFB - Leiknir. Spyrnir - Einherji. Wintris- BN.

Stefnt er að því að umspil fari fram 22. Júlí. Undanúrslitin 29. Júlí og úrslitin verði spiluð um miðjan ágúst.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ