Lágmörk Úrvalshóps UÍA í frjálsum íþróttum
Í fyrrahaust kom frjálsíþróttaráð UÍA á laggirnar Úrvalshópi í frjálsum íþróttum. Markmið hópsins er að styðja og styrkja iðkendur,14 ára og eldri, sem hafa sýnt framúrskarandi árangur í frjálsum íþróttum.
Í fyrra vetur sótti hópurinn m.a. æfingabúðir á Akureyri, hlýddi á fyrirlestur frá Hreini Halldórssyni um hugarþjálfun afreksmanna, og vann með markmiðssetningar.
Lágmörk fyrir hópinn eru í stöðugri þróunn og eru nú komin lágmörk fyrir 2011-2012, og má sjá þau hér. Þeir sem hafa þegar náð lágmörkum mega eiga von á boði í hópinn á næstu vikum.