Verndum þau, námskeið um barnavernd

Mennta- og menningarmálaráðuneytið í samvinnu við Æskulýðsvettvanginn heldur námskeiðið Verndum þau námskeið á Austurlandi þann 11. október n.k.,kl 19, en námskeið sem þessi hafa verið haldin víða um land á síðust misserum.

Námskeiðið fer fram á Egilsstöðum en hægt verður að sitja það í fjarfundi á Neskaupstað, Reyðarfirði og Vopnafirði, svo fremi sem þátttaka verði nægileg.
Námskeiðin verða haldin í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á hverjum stað fyrir sig:
Egilsstaðir: Vonarland Tjarmarbraut 39e
Vopnafjörður: Kaupvangi Hafnarbyggð 4
Reyðarfirði: Fróðleiksmolanum Búðareyri 1
Neskaupstað: Kreml Egilsbraut 11

Auk þess sem verið er að skoða með fjarfund í grunnskólunum á Borgarfjörð og Breiðdalsvík.

Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur, forstöðumaður Barnahúss og einn af höfundum bókarinnar Verndum þau (sem verður afhent á námskeiðinu) mun kenna námskeiðið. Í lok þess munu fulltrúar sem sinna barnavernd hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Félagsþjónustu Fjarðabyggðar koma með stutta kynningu.

Tilgangurinn með námskeiðshaldinu er að gefa þeim sem sem starfa með börnum og unglingum upplýsingar um barnavernd, barnaverndarlög og skildu sína þar að lútandi. Námskeiðið er ætlað kennurum, leikskólakennurum og öðru starfsfólki leik- og grunnskóla, þjálfurum og leiðbeinendum í hverskonar frístundastarfi og öllum þeim sem áhuga hafa að bæta þekkingu sína á þessu sviði.

Skráningar á námskeiðið skulu berast í tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353 í síðasta lagi föstudaginn 7. október. Taka þarf fram nafn og netfang þátttakanda og hvar hann mun sækja námskeiðið. Námskeið er þátttakendum að kostnaðarlausu

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ