Lottóútgreiðslu lokið
Skrifstofa UÍA hefur lokið við að greiða út lottógreiðslur til aðildarfélaga UÍA fyrir síðasta ár. Að þessu sinni voru 15,6 milljónir greiddar til 19 félaga sem uppfylltu öll skilyrði til að fá skerf í greiðslunni.
Lottóið kemur í gegnum Ungmennafélag Íslands og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í gegnum eignarhluti félaganna í Íslenskri getspá. Að þessu sinni fékk UÍA 7,65 milljónir til úthlutunar frá UMFÍ og rétt rúmar átta milljónir frá ÍSÍ.
Að auki ákvað stjórn að greiða styrk sem ISAVIA veitti sambandinu í síðasta ári 1,5 milljónir króna allan út til félaga sem skráð eru með barna- og unglingastarf í félagakerfi íþróttahreyfingarinnar.