UÍA ungmenni á leið til Ítalíu
Fjögur austfirsk ungmenni halda í dag, ásamt framkvæmdastýru UÍA til Ítalíu. Þar mun hópurinn taka þátt í ungmennaskiptaverkefninu Live-FEED ásamt ungmennum frá Ítlaíu, Bosníu, Grikklandi, Rúmandíu, Georgíu, Jórdaníu og Tékklandi.
Markmið verkefnisins er að vinna með evrópska matarmenningu og heilsusamlegan lífsstíl. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og fer fram í Casetra á Ítalíu. UÍA hópurinn mætir vel undirbúinn til leiks og hefur fundað stíft síðustu vikurnar, æft sig í að reisa horgemlinga, syngja óð til fiskveiða, grúska í uppskriftum íslenskra þjóðarrétta, reynt glímutök og sitt hvað fleira.
Hægt verður að fylgjast með ævintýrum hópsins á snappinu okkar Umfausturlands og á facebooksíðu UÍA.
Skrifstofa UÍA verður lokuð til 28. febrúar vegna ferðarinnar en tölvupósti svarað eftir föngum.
UÍA hópurinn klár í slaginn: Benedikt Jónsson, Emma Björk Hjálmarsdóttir, Ásta Evlalía Hrafnkellsdóttir og Unnur Borgþórsdóttir