ULM kynning á aðalfundi Þróttar

Formaður og framkvæmdastýra UÍA sóttu aðalfund Þróttar í gærkvöldi og kynntu starfsemi UÍA og Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum í sumar. Þróttarar eru svo sannarlega tilbúnir í ULM og stefna á myndarlega þátttöku.

Blómleg starfsemi er hjá Þrótti en sex deildir eru hjá félaginu; Blakdeild, frjálsíþróttadeild, knattspyrnudeild, skíðadeild, sunddeild og á síðasta ári bættist karatedeild við í flóru félagsins. 

Síðastliðið ár hefur verið viðburðarríkt hjá Þrótti en félagið tók í notkun aðstöðuhús við Norðfjarðarvöll og í fyrsta skipti var úthlutað úr afrekssjóði Guðmundar Bjarnasonar sem styrktur er af SVN. Þróttur tók þátt í Íslandsmóti í hópgreinum með meistaraflokka karla og kvenna í blaki og knattspyrnu á árinu 2016. Þá er félagið með keppendur á Íslandsmóti yngriflokka í öllum flokkum í blaki og knattspyrnu, auk keppenda í einstaklingsgreinum eins og sundi og skíðum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ