Skrifstofa UÍA lokuð til 30. janúar

Framkvæmdastýra UÍA fékk á styrk í gegnum Evrópu unga fólksins til að sækja námskeiðið The Power of Non Formal Education sem fram fer í De Glind í Hollandi í vikunni.

Námskeiðið er ætlað æskulýðsleiðtogum og öðrum sem vinna með ungu fólki og vilja kynna sér óhefðbundnar námsaðferðir og leiðir til að hvetja ungt fólk til virkar samfélagsþátttöku. 

Skrifstofa UÍA verður því lokuð til 30. janúar. Pósti verður svarað eftir föngum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ