Ævintýri á Ítalíu, umsóknir óskast.

UÍA óskar eftir umsóknum frá ungu fólki (18-30 ára) um allan fjórðung,sem hafa áhuga á að taka þátt í spennandi ungmennaskiptaverkefni LIVE FEED í Caserta á Ítalíu 19.-27. febrúar.

Megin þema verkefnisins er heilsusamlegur lífstíll, matargerð og matarmenning.

Fyrirvarinn er vissulega stuttur en okkur var boðið að taka þátt þar sem pláss losnaði vegna forfalla.

Þeir sem hafa áhuga á að vera með þurfa að hafa hröð handtök og senda umsókn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,fyrir 14. janúar, þar sem koma fram helstu upplýsingar um umsækjanda (nafn, aldur, búseta, áhugamál) og rökstuðningur afhverju viðkomandi ætti að verða fyrir valiu.  UÍA á einungis 4 sæti í verkefninu og verður því valið úr umsóknum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ