Bólholtsbikarinn 2016-17 kominn í gang

Keppni er hafin í Bólholtsbikarnum, utandeildarkeppni UÍA í körfuknattleik. Þetta er í fimmta skipti sem keppnin er haldin og ánægjulegt er að sjá að sex lið eru skráð til leiks í ár en þau eru; Austri, Egilsstaðanautin, Höfn (heimavöllur á Djúpavogi), Höttur hvítt og Höttur svart og Sérdeildin.

 

Leiknar verða 10 umferðir og spilað heima og heiman. Bólholtsbikarnum lýkur með Úrslitahátíð sem fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum 22. apríl, þá verður spennandi að sjá hverjir hampa bikarnum góða, en unglingalið Hattar eru ríkjandi meistarar.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ