Silfurstökkið afhjúpað

Silfurstökkið, minnisvarði um afrek Vilhjálms Einarssonar var afhjúpaður við hátíðlega athöfn við Vilhjálmsvöll síðastliðinn laugardag. Minnisvarðinn sýnir í raunlengd silfurstökk Vilhjálms Einarssonar frá Olympíuleikunum í Melborne Ástralíu en þann 27. nóvember næstkomandi verða 60 ár liðin frá því afreki. Ánægjulegt var að sjá hve margir heiðruðu Vilhjálm og afrek hans, með nærveru sinni og einkar skemmtilegt var að þrístökkvarar framtíðarinnar úr frjálsíþróttadeild Hattar fjölmenntu og báru sig við Siflurstökkið mikla.

 

Björn Ingimarsson bæjarstjóri, Davíð Sigurðarson, formaður Hattar, Haukur Valtýrsson formaður UMFÍ, Viðar Sigurjónsson starfsmaður ÍSÍ og Elsa Guðný Björgvinsdóttir varaformaður UÍA fluttu ávörp, auk þess sem Vilhjálmur ávarpaði samkomuna og þakkaði fyrir framtakið. Elsa Guðný sagði meðal annars í ræðu sinni ,,Silfurstökkið minnir okkur á að þó maður komi úr litlu íþróttafélagi, úr litlum bæ eða frá litlu landi og þó maður keppi við andstæðinga sem æfa við aðrar og betri aðstæður en maður sjálfur þá þýðir það ekki að maður geti ekki náð árangri. Það getur enginn tekið drauma manns frá manni og ef maður leggur sig fram um að ná markmiðum sínum þá geta draumar ræst. Ég er þess fullviss að verkið verði komandi kynslóðum austfirsk íþróttafólks hvatning til að bera höfuðið hátt og stefna langt".

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ