Leiknir sigraði Launaflsbikarinn

Úrslitin í Launaflsbikarnum voru spiluð á þriðjudaginn 16.ágúst á Fellavelli. Bæði lið mættu með 17 ákveðna leikmenn til keppnis, Spyrnir voru ríkjandi Launaflsbikarsmeistarar og áttu titil að verja. Leikurinn var mjög skemmtinlegur og á 17 mínutu komust Spyrnismenn yfir, það var Stefán Þór Eyjólfsson sem skoraði. Skömmu síðar á 25. mínútu skoraði Tadas Jocys fyrir Leikni og staðan þá 1-1 og gengu liðin jöfn til hálfleiks. Þegar skammt var liðið á síðari hálfleik voru leikmenn orðnir ansi heitir og fóru tvö gul spjöld á loft, Egill Örn Björnsson fékk gult spjald á 51 mínútu og Ingimar Guðmundsson fékk gult spjald fyrir hendi á 52 mínútu. Á 56 mínútu kom Þórarinn Máni Borgþórsson Spyrni yfir, en tveim mínútum síðar skoraði Tadas Jocys fyrir Leikni og aftur varð staðan jöfn. Þegar leið á leikinn fóru menn að undirbúa sig fyrir vítaspyrnukeppni þar sem að jafnt var í leiknum. En á 87 mínútu áttu Leiknismenn hornspyrnu, sú hornspyrna reyndist þeim vel og skoruðu þeir sitt þriðja mark þremur mínútum fyrir venjulegan leiktíma. Leiknum var flautað og niðurstaðan varð 3-2 fyrir Leikni. Markakóngur Launaflsbikarsins 2016 var leikmaður Spyrnis, Þórarinn Máni Borgþórsson með 11 mörk. 

    

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ