Tour de Ormurinn ræstur í 5. sinn á laugardag

Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn fer fram á laugardaginn 13. ágúst. Það verður blásið til keppninnar í fimmta sinn í ár og búast má við hraðri og spennandi keppni, en í fyrra féllu öll brautarmet sem fallið gátu.

Keppnisvegalendir eru tvær annars vegar 68 km, sem hvoru tveggja er hægt að hjóla sem einstaklingur eða í liði og 103 km sem er eingöngu boðið upp á í einstaklingskeppni. Opið er fyrir skráningar fram til kl 20:00 á fimmtudagskvöld 11.ágúst og fara skráningar fram hér

 

Rás- og endamark keppninnar er á þjóðveginum við N1, ræst verður kl 9:00 og búast má við fyrstu keppendum uppúr kl 11 og munu þeir týnast inn fram undir kl 13-14. Héraðsbúar og gestir á svæðinu eru hvattir til að mæta við endamark og/eða út í braut, klappa, hvetja og skapa skemmtilega stemmingu. Auk þess sem vinnufúsar hendur óskast til að aðstoða við framkvæmd keppninnar en þáttur sjálfboðaliða er ómetanlegur í verkefni sem þessu. Áhugasamir sjálfboðaliðar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við skrifstofu UÍA, í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða í síma 4711353.

Vegfarendum er bent á að lögreglan mun takmarka og stjórna umferð á við rás- og endamark á meðan ræsingu stendur kl 9:00 sem og þegar keppendur taka að streyma í mark. Vegfarendur eru hvattir til að nýta hjáleið upp hjá Húsasmiðju og/eða Landsbanka og um Kaupvang, á meðan keppni stendur.

Allar nánari upplýsingar um keppnina má finna á heimasíðu Visit Egilsstaðir og á facebook síðu keppninnar Tour de Ormurinn

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ