Launaflsbikarinn hefst um helgina
Flautað verður til leiks í bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu um helgina. Sjö lið eru skráð til leiks að þessu sinni. Leikin verður einföld umferð í deild og svo úrslitakeppni fjögurra efstu liðanna í ágúst. Spyrnir fagnaði sigri í fyrra eftir sigur á Leikni í framlengdum leik. Bæði liðin mæta til leiks í ár.
1. umferð: 5. júní: Leiknir-Einherji, Wintris-UMFB, Spyrnir-BN (Valur situr hjá)
2. umferð: 12. júní: Einherji-Valur, UMFB-Leiknir, BN-Wintris (Spyrnir situr hjá)
3. umferð: 19. júní: Wintris-Valur, Spyrnir-Einherji, BN-UMFB (Leiknir situr hjá)
4. umferð: 3. júlí: Valur-Spyrnir, Einherji-BN, Leiknir-Wintris (UMFB situr hjá)
5. umferð: 10. júlí: BN-Valur, Spyrnir-Leiknir, UMFB-Einherji (Wintris situr hjá)
6. umferð: 17. júlí: Valur-UMFB, Leiknir-BN, Wintris-Spyrnir (Einherji situr hjá)
7. umferð: 24. júlí: Valur-Leiknir, Einherji-Wintris, UMFB-Spyrnir (BN situr hjá)
Gert er ráð fyrir að leikirnir hefjist klukkan 16:00