Ásmundur Hálfdán Evrópumeistari
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi úr glímudeild Vals á Reyðarfirði stóð uppi sem sigurvegari á Evrópumeistaramótinu í keltneskum fangbrögðum sem fram fór í Brezt Frakklandi í síðustu viku.
Ásmundur Hálfdán varð Evrópumeistari í „Backhold“og hafnaði í þriðja sæti í „Gouren“ í +100 kílóa flokki.
Tveir fulltrúar frá UÍA tóku þátt í mótinu, en auk Ásmundar átti Hjörtur Elí Steindórsson sæti í landsliði Íslands í glímu.
Ásmundur Hálfdán er búinn að vera á mikilli siglingu og sigraði nú fyrr á árinu Íslandsglímuna og þar með Grettistbeltið, eftirsóknarverða.
Við óskum Ásmundi hjartanlega til hamingju með árangurinn.
Á myndinni hér til hliðar má sjá Ásmundur Hálfdán ásamt Marín Laufey Davíðsdóttur sem varð Evrópumeistari kvenna í Backhold.