Allt að gerast hjá Ásnum.

UMF Ásinn vígði nýverið nýjan íþróttavöll sem foreldrar og velunnarar félagsins hafa unnið að í sjáflboðavinnu frá því í júlí 2010.

 

Völlurinn var tekinn í notkun í sumar og nýttist vel jafnt fyrir æfingar í fjálsum íþróttum sem og knattspyrnu. Nú um miðjan september var efnt til knattspyrnumótsins Ásasparks á vellinum en þar léku leikmenn á aldrinum 9 til 13 ára, frá Neista, Þristi og Ásnum. Lið Neista sigraði á mótinu eftir 3-0 sigur á báðum liðum, sem börðust þó bæði vel. Viðureign Áss og Þristar var æsispennandi og lauk með jafntefli 1-1. Að leikjum loknum afhenti foreldrafélag Brúarásskóla verðlaunapeninga og grillað var ofan í keppendur og gesti. Skemmtilegt framtak og vonandi eitt af mörgum á hinum nýja velli, sem við óskum Ásnum innilega til hamingju með.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin í vináttu eik Áss og Þristar í fyrrahaust á sparkvellinum við Brúarásskóla.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ