Vetrardeildin mótaröð í knattspyrnu.
Knattspyrnudeild Leiknis stendur fyrir skemmtilegri mótaröð í Fjarðahöllinni í vetur undir nafninu Vetrardeildin.
Keppt verður í sjö manna liðum en aðeins mega vera fimm í hverju liði sem léku í meistaraflokki karla á Íslandsmótinu sl. sumar. Uppleggið er að hafa 3 mót á haustönn og spila þau á fimmtudagskvöldum kl. 19:00 – 22:00. Fyrsti mótsdagur er áætlaður fimmtudaginn 29.september, annar fimmtudaginn 27.október og sá þriðji fimmtudaginn 24.nóvember en það mót er hugsað sem bikarkeppni.
Ef þátttaka verður góð er hugsanlegt að skipt verður upp í 2 deildir / riðla.
Væntanlegur leiktími á lið hvert kvöld gæti verið ca. 45-60 mínútur.
Ef þátttaka og áhugi verður fyrir hendi hjá liðunum er stefnan að halda saman úrslitum úr mótum og krýna meistara, markaskorarar o.fl. yfir ákveðin tímabil.
Þeir sem skrá lið eru vinsamlegast beðnir að gera það með viku fyrirvara og gefa upp nafn liðs, ábyrgðarmann, síma og helst netfang. Skráð verður sérstaklega í hvert mót og greiða verður þátttökugjaldið, 7.000 krónur á lið, fyrirfram. Ef lið skráir sig í upphafi á öll 3 haustmótin fær það afslátt og greiðir það 15.000 kr. í stað 21.000 kr. ef það skráir sig í hvert og eitt mót.
Dæmt verður eftir minniboltareglum KSÍ, ef ekki er annað tekið fram hér og munu einungis réttindamenn dæma.
Leikjafyrirkomulag ræðst af þátttöku og leikreglur verða kynntar síðar. Sett verða upp drög af leikjaniðurröðun Vetrar-deildarinnar og sent á viðkomandi umsjónarmann hvers liðs.
Áhugasamir geta haft samband við Bergvin í síma 867-7698 eða Marinó í síma 844-0212.
Í mótstjórn eru Bergvin, Magnús, Vilberg og Ingimar .