Myndir af 14. Unglingalandsmóti UMFÍ GOLF
Myndir af keppendum í golfi á ULM má nú berja augum í myndasafninu hér á síðunni.
Golfkeppnin fór fram í blíðskaparveðri á Ekkjufellsvelli, föstudaginn 29. júlí. Golfarar víða að tóku þátt en alls voru 62 keppendur skráðir í mótið.
Keppt var í flokkum stráka og stelpna 11-13 ára í punktaleik án forgjafar, og í höggleik án forgjafar í flokkum pilta og stúkna 14-15 ára og 16-18 ára. Eins og sjá má á myndunum sýndu keppendur liprar sveiflur og góða takta. Bjarni Gunnarsson og Helgi Sigurður Einarsson voru sérgreinastjórar og sáu til þess að allt gengi eins og æltast var til og rúmlega það.
UÍA átti sex keppendur sem stóðu sig vel. Heildarúrslit keppninnar má sjá hér.