Myndir af Unglingalandsmóti GLÍMA
Myndir af glímukeppni ULM eru nú komnar inn í myndasafn hér á síðunni.
Glímukeppninn fór fram á sunnudeginum 31. júlí á Vilhjálmsvelli og mættu 33 keppendur víðsvegar af að landinu til leiks. Ágætis veður
var, skýjað og svolítill gustur, keppni gekk vel en fjöldi áhorfenda fylgdist með henni og skemmti sér hið besta. Þóroddur Helgason sérgreinastjóri stýrði mótinu af alkunnum myndarbrag.
UÍA átti 14 öfluga keppendur sem allir stóðu sig með sóma og eignaðist sambandið fimm ULM glímumeistara auk fjölda silfur- og bronshafa.
Þær stöllur úr UÍA Bryndís Steinþórsdóttir og Kristín Embla Jóhannsdóttir hlutu báðar gullverðlaun í flokki stelpna 11-12 ára, ásamt Rakeli Ósk Jóhannsdóttur UMSE en í þessum flokki var keppni svo hnífjöfn að eftir aukaglímur um verðlaunasætin voru þessar þrjár enn jafnar að vinningum og voru því allar gulli skrýddar.
Bylgja Rún Ólafsdóttir UÍA sigraði örugglega í flokki 13-14 ára telpna. Pálmi Þór Jónasson UÍA varð hlutskarpastur í flokki 11-12 ára stráka sem og Ásmundur Ásmundsson UÍA í flokki 17-18 ára drengja.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér
Óskum við glímuköppum til hamingju með árangurinn.