Myndir af Unglingalandsmóti DANS

Eftir Unglingalandsmót erum við ekki aðeins reynslunni ríkari og eigum fjölda góðra minninga, heldur á sambandið þúsundir skemmtilegra ljósmynda af mótinu.

Á næstu vikum mun hluti þessara mynda birtast í myndasafninu hér á síðunni og nú þegar eru komnar inn myndir af danskeppni ULM.

 

 

Keppni í dansi fór fram í íþróttahúsinu í Fellabæ undir styrkri stjórn Pálinu Margeirsdóttur sérgreinastjóra. Í Borgarnesi í fyrra var í fyrsta skipti keppt í dansi og virðist keppnin ætla að festast í sessi, enda skemmtileg viðbót við keppnisgreinaflóru ULM. Keppt var í fjórum aldursflokkum og mættu tíu pör til leiks frá UMSK, ÍBH og UMSE. Eldri flokkarnir kepptu í tíu dönsum en þeir yngri í átta. Í flokkum Unglinga II og Ungmenna voru sett ULM met en þar sigruðu sömu pörin í öllum tíu dönsunum. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni enda dansíþróttin mikið augnayndi og keppnin hin glæsilegasta eins og myndirnar bera með sér.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ