Myndir af Unglingalandsmóti DANS
Eftir Unglingalandsmót erum við ekki aðeins reynslunni ríkari og eigum fjölda góðra minninga, heldur á sambandið þúsundir skemmtilegra ljósmynda af mótinu.
Á næstu vikum mun hluti þessara mynda birtast í myndasafninu hér á síðunni og nú þegar eru komnar inn myndir af danskeppni ULM.
Keppni í dansi fór fram í íþróttahúsinu í Fellabæ undir styrkri stjórn Pálinu Margeirsdóttur sérgreinastjóra. Í Borgarnesi í fyrra var í fyrsta skipti keppt í dansi og virðist keppnin ætla að festast í sessi, enda skemmtileg viðbót við keppnisgreinaflóru ULM. Keppt var í fjórum aldursflokkum og mættu tíu pör til leiks frá UMSK, ÍBH og UMSE. Eldri flokkarnir kepptu í tíu dönsum en þeir yngri í átta. Í flokkum Unglinga II og Ungmenna voru sett ULM met en þar sigruðu sömu pörin í öllum tíu dönsunum. Fjölmargir áhorfendur fylgdust með keppninni enda dansíþróttin mikið augnayndi og keppnin hin glæsilegasta eins og myndirnar bera með sér.