Fjölgar jafnt og þétt á tjaldsvæðinu í veðurblíðunni á Egilsstöðum

 

Umferð er að þyngjast eftir því sem liðið hefur á morguninn um Egilsstaði en þungi hennar er vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður þar um helgina. Það fjölgar jafnt og þétt á tjaldstæðinu sem staðsett er rétt við flugvöllinn. Umferðin á svo eftir að þyngjast enn frekar eftir sem á daginn líður.

 

Yfir 1200 þátttakendur eru skráðir til leiks svo ætla má að í kringum tíu þúsund verði á mótinu um helgina. Það væsti ekki um gesti, sem voru búnir að koma sér fyrir á tjaldsvæðinu núna um hádegið. Við hittum þar fyrir fjölskyldur með börnum sínum úr Kópavogi en þau komu inn á svæðið í gær.

Unglingarnir frá UMSK léku sér í blíðunni, sem nú er á Egilsstöðum, ætla að keppa í fótbolta, körfubolta og frjálsum íþróttum og er eftirvæntingin að vonum mikil í þeirra hópi.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ