Spennandi sundhelgi framundan á Djúpavogi

Það er spennandi helgi framundan hjá sundfólki á Austurlandi og ljóst að sundlaugin á Djúpavogi um iða af lífi, en á laugardag stendur UMF Neisti fyrir æfingabúðum í sundi undir stjórn Inga Þórs Ágústssonar landsliðsþjálfara í sundi og á sunnudag fer fram Bikarmót UÍA í sundi. En þar munu Höttur, Austri, Neisti, Sindri og Þróttur berjast um tiltilinn Bikarmeistari Austurlands í sundi. Austri hampaði bikarnum í fyrra og stöðvaði þar áralanga sigurgöngu heimamanna í Neista. Nú verður spennandi að sjá hvert bikarinn ratar í ár.

Allir eru velkomnir á bakkann til að horfa og hvetja.

Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi og rétt að benda á að þátttökugjald í æfingabúðunum er 5500 kr fyrir sundfólk og inní því er falin matur og svefnpokagisting, foreldrar sem fylgja iðkendum greiða 1000 kr fyrir mat og gistingu. Skráningar fara fram í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Laugardagurinn 21. Nóv

09:30 – Móttaka og komið sér fyrir

10:00 – 11:30 sundæfing

11:30 – 13:30 matarhlé og hvíld

13:30 – 14:00 bakkaupphitun

14:00 – 16:00 sundæfing

19:00 – Sameiginlegur kvöldverður

20:00 – kvöldvaka

21:30 – Kvöldvöku lýkur

22:00 – ró og svefn

Sunnudagurinn 22. Nóv

08:00 – ræs og morgun matur

09:00 – Íþróttamiðstöð opnar

10:00 – Bikarmót hefst

14:30 – Bikarmóti lokið

15:00 – verðlaunaafhending og mótslit

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ