Haustúthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa
Nýverið fór fram í Franska spítalanum á Fáskrúðsfirði, afhending úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa.
Sjóðurinn hefur verið starfræktur í núverandi mynd frá árinu 2009, veitt er úr sjóðunum tvisvar á ári að vori og hausti.
Sjóðurinn er gríðarleg lyftistöng fyrir íþróttalíf á svæðinu og hefur stutt við fjölda austfirsk íþróttafólks í gegnum árin.
Alcoa leggur árlega 2,5 miljón í sjóðinn en UÍA sér um umsýslu hans.
Úthlutunarnefnd Spretts skipa fyrir hönd Alcoa Dagmar Ýr Stefánsdóttir og Hilmar Sigurbjörnsson og fyrir hönd UÍA Elín Rán Björnsdóttir og Hreinn Halldórsson.
33 umsóknir bárust í sjóðinn á þetta haustið.
Afreksstyrkir:
Sjö íþróttamenn sóttu um afreksstyrk. Afreksstyrk hlutu:
Heiða Elísabet Gunnarsdóttir, blakari úr Þrótti vegna U-17 og U-19 landsliðsverkefna. (er á Englandi í keppisferð með landliðinu en móðir hennar tekur við styrknum)
Særún Birta Eiríksdóttir, blakari úr Þrótti vegna U-17 og U-19 landsliðsverkefna. (er á Englandi í keppisferð með landliðinu en móðir hennar tekur við styrknum)
Ragnar Ingi Axelsson, blakari úr Þrótti vegna landsliðsverkefna.
Iðkendastyrkir:
13 íþróttamenn sóttu um iðkendastyrk. Iðkendastyrki hlutu:
Aðalheiður Sjöfn Helgadóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti vegna æfinga og keppnisferða
Ásdís Hvönn Jónsdóttir knattspyrnu- og frjálsíþróttakona úr Hetti vegna æfinga og keppnisferða
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir, fimleika og knattspyrnukona úr Leikni/Hetti vegna æfinga og keppnisferða
Heiðdís Jóna Grétarsdóttir, körfuknattleikskona í Hetti v Afreksbúða KKÍ
Hrefna Ösp Heimisdóttir, frjálsíþróttakona úr Hetti vegna æfinga og keppnisferða (á ekki heimangengt en stalla hennar Aðalheiður Sjöfn tekur við styrknum f hennar hönd)
Mangi Snær Kjartansson, mótorkrossari úr Start vegna æfinga og keppnisferða
María Rún Karlsdóttir, blakari í Þrótti v U-17 og U-19 landsliðsverkefna (er á Englandi í keppisferð með landliðinu en Ragnar félagi hennar tekur við styrknum)
Mikael Máni Freysson, frjálsíþróttamaður úr Þristi vegna æfinga og keppnisferða
Þjálfara og félagastyrkir
13 sóttu um þjálfara og félagstyrki.
Þjálfarastykri hlutu:
Viðar Jónsson Leikni vegna þjálfaranámskeiðs KSÍ 7
Vilberg Marinó Jónasson Leikni vegna þjálfaranámskeið í knattspyrnu
Kolbrún Lára Vilhelmsdóttir Huginn Seyðisfirði v þjálfaranámskeiðs í krakkablaki (liggur heima í flensu, Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra UÍA tekur við styrknum fyrir hennar hönd)
Sunddeild Austa vegna menntunnar þjálfara.
Félagastyrki hlutu
Fimleikadeild Hattar vegna danshöfundanámskeiðs f þjálfara
2. fl UÍA í knattspyrnu vegna stofnunar sameiginlegs liðs af Austurlandi
Á myndinni hér til hliðar má sjá styrkhafa eða fulltrúa þeirra, ásamt Gunnari Gunnarssyni formanni UÍA og Reyni Zoéga stjórnarmanni.