Ólafía Ósk með Íslandsmeistaratitil í sundi
Ólafía Ósk Svanbergsdóttir 12 ára keppandi frá Þrótti Neskaupstað keppti á Íslandsmóti ÍF í sundi sem haldið var í Ásvallalaug í Hafnarfirði síðustu helgi. Þar sigraði Ólafía Ósk 50 m. skriðsundi í flokki S8 -S13 og var einnig í þriðja sæti í 50 m. baksundi og í 50 m. bringusundi.
Það er búið að vera mikið að gera hjá Ólafíu Ósk í sundinu í vetur en næsta mót hennar verður í byrjun febrúar en þá mun hún keppa á alþjóðlega íþróttamótinu Malmö Open í Svíþjóð.