Telma spilar með U17 í Svartfjallalandi

Telma Ívarsdóttir knattspyrnukona úr Þrótti/KFF hefur verið valin í U 17 landsliðshóp, sem hefur leik í undankeppni EM 2016 í vikunni, í riðli sem er leikinn í Svartfjallalandi.

Auk Íslendinga og heimastúlkna eru Færeyingar og Finnar í riðlinum.  Leikdagar eru 22., 24. og 27. október og eru fyrstu mótherjarnir Svartfellingar.  Hægt verður að fylgjast með gangi mála í leikjunum á vef UEFA og hér á heimasíðu KSÍ má sjá leiktíma og fleira.

 

Við óskum Telmu til hamingju með áfangan og góðs gengis í Svartfjallalandi. Áfram Ísland.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ