Landsmótssólin komin
Á Egilsstöðum er nú yfir 20°C hiti samkvæmt óopinberum hitamælum. Spáð er sunnanvindum, sól og sælu fram yfir Unglingalandsmót að mestu, nema von er á stöku skúr rétt til að væta gróðurinn.
Starfsmenn skrifstofu UÍA hafa flutt starfsstöðvar út undir beran himinn til að starfsmennirnir geti notið sólarinnar en jafnframt haldið sig að verki. Engin stund má fara til spillis og allir sem vettlingi geta valdið hjálpa til við undirbúninginn.
Þannig lagði hreindýrið Sprettur Sporlangi Hildi Bergsdóttur, framkvæmdastýru og greinarstjóra í frjálsíþróttum á mótinu, til sérþekkingu sína við gerð tímaseðils í dag.