Úrvalshópur UÍA í æfingaferð
Dagana 13. - 14. maí fóru sex krakkar úr Úrvalshóp UÍA í frjálsum, ásamt tveimur þjálfurnum, til Akureyrar í æfingabúðir.
Teknar voru tvær æfingar með UFA og þjálfurum þeirra, þar á meðal Unnar Villhjálmsson fyrrum UÍA maður, á frábæra íþróttavellinum á staðnum. Þar fengu krakkarnir meðal annars að prófa stangarstökk, ásamt því að taka tækniæfingar í þeim greinum sem þau æfa mest. Á laugardeginum var svo tekin góð æfing í kirkjutröppunum á Akureyri. Hópurinn gisti saman í sumarbústað og ásamt því að æfa var farið í sund, borðað á Bautanum, farið í hina ýmsu leiki og sprellað og haft gaman. Frábær ferð í alla staði.
Á myndinni hér til hliðar má sjá hópinn við æfingar á Akureyrarvelli. Fleiri myndir úr ferðinni má finna hér