Ungir listamenn á Austurlandi láta til sín taka
Listaverk frá ungum og upprennandi listamönnum hafa streymt inn í myndlistarsamkeppni UÍA, en lokadagur til að skila inn verkum var 20. maí. Ríflega 200 myndir bárust hvaðanæva af Austurlandi og ljóst að dómnefnd er ærið verk fyrir höndum að velja þau bestu úr enda mikið af fallegum og frumlegum myndum.
Þökkum við listamönnunum ungu fyrir frábærar viðtökur og skólum á Austurlandi fyrir aðstoðina. Verðlaun fyrir þrjár bestu myndirnar að mata dómnefndar í flokkum 1.-2. bekkjar og 3.-4. bekkjar verða veitt á Sumarhátíð UÍA 8.-10. júlí. Þau verk munu einnig birtast í afmælisútgáfu Snæfells í lok júní.