Ný dagskrá Unglingalandsmóts kynnt í ljósi aðstæðna

Mótsstjórn fyrirhugaðs Unglingalandsmóts á Egilsstöðum hittist á fundi í gær þar sem samin var ný dagskrá mótsins vegna breyttra aðstæðna á mótsstað. Fundurinn fór fram í gegnum síma enda ómögulegt að komast til eða frá Egilsstöðum til fundahalda.

Dagskrá 14. Unglingalandsmóts UMFÍ er því svohljóðandi:

Föstudagur:
08:00        Tekið á móti gestum við bæjarmörkin og þeim ekið á snjóbílum að Grunn- og menntaskólunum þar sem gisting er í boði. 
09:00        Keppni hefst í 10 km. skíðagöngu.
10:00        Bobsleðakeppni.
10:30        Fjörkálfaklúbbur: Snjókast við pabba og mömmu.
11:00        Ístölt á Lagarfljóti.
12:00        Keppendum boðið upp á heita súpu.
13:00        Allir keppendur hjálpast að við að moka snjó af helstu götum bæjarins
15:00        Boðið upp á heitt kakó.
16:00        Keppni í vélsleðaakstri.
17:00        Keppni í skautadansi í Tjarnargarðinum.
19:00        Keppendum boðið upp á heita máltíð.
20:00        Setningarathöfn í Valaskjálf.
22:00        Björgunarsveitarmenn fylgja keppendum heim í snjóstorminum.

Hittumst á Egilsstöðum!

Mynd: Útsýnið frá skrifstofu UÍA

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ