Úrslitahátíð Bólholtsbikarsins

Í vetur hefur körfuboltaráð UÍA staðið yfir æsilegri utandeildarkeppni í körfubolta undir nafninu Bólholtsbikarinn. Sex lið, frá Austra, Ásnum, Einherja, Samyrkjafélags Eiðaþinghár, Sérdeildarinnar og 10. flokks Hattar hafa att kappi og á sunnudaginn 22. maí verður sannkölluð Úrslitahátíð í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, þar sem fjögur stigahæstu liðin berjast um sjálfan Bólholtsbikarinn.

 

Liðin sem leika til úrslita eru Austri, Ásinn, Sérdeildin og 10. flokkur.

Dagskrá dagsins er eftirfarandi:

9.30. Undanúrslitaleikur 1 (Annað sæti keppninnar mætir liðinu í 3. sæti)

11.00 Undanúrslitaleikur 2 (Stighæstalið keppninnar mætir liðinu í 4. sæti)

12.30 Hádegishlé

13.30 Bronsviðureign

15.00 Úthlutun úr Spretti Afrekssjóði UÍA og Alcoa.

15.30 Leikið um 1. sætið.

17.00 Meistarar krýndir og verðlaunaafhending.

Fimleikadeild Hattar verður með atriði í leikhléum leikjanna eftir hádegi.

Frítt inn og allir velkomnir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ