Magnaður miðvikudagur framundan samæfing og annað mót UÍA og HEF

Í nógu verður að snúast hjá frjálsíþróttafólki á miðvikudaginn 20 júlí.  Klukkan 16:00 verður frjálsíþróttasamæfing á Vilhjálmsvelli fyrir keppendur UÍA sem stefna á þátttöku á ULM, þar verða m.a. skipaðar þær boðhlaupssveitir sem UÍA teflir fram á ULM.

Klukkan 18:00 hefst á vellinum annað mótið í mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum.

Mótin eru ætluð keppendum 11 ára og eldri og verður keppt í eftirfarandi flokkum; 11 ára strákar og stelpur, 12-13 ára strákar og stelpur, 14-15 ára strákar og stelpur og 16 ára og eldri karlar og konur.  Að þessu sinni verður keppt í langstökki, kúluvarpi og 400 m hlaup. Auk þess verður tímataka í 4x100 m boðhlaupi fyrir þær boðhlaupssveitir sem munu keppa á Unglingalandsmóti.

Í gegnum mótaröðina safna keppendur stigum fyrir hverja grein með þeim hætti að sigurvegari í hverri grein hlýtur  sex stig, sá sem hafnar í öðru sæti fimm stig og þannig koll af kolli. Í lok síðasta mótisins verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta keppenda í hverjum flokki. Keppnisgjald er 500 kr á hvert mót óháð greinafjölda.

Skráningar berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 4711353.

Fyrsta mótið í mótaröðinni fór fram 29. júní og var þar skemmtileg og spennandi keppni í spjótkasti, þrístökki og grindahlaupi. Eftir fyrsta mótið er staðan þessi:

11 ára strákar

Trausti Marel 18 stig

11 ára stelpur

Magnea Petra 18 stig

12-13 ára strákar

Atli Pálmar 18 stig

Einar Bjarni 15 stig

Atli Geir 10 stig

Hörður 8 stig

Stelpur 12-13 ára

Hrefna  16 stig

Helga Jóna 16 stig

Jóhanna Malen 12 stig

Erla Viktoría 10 stig

Sigríður 4 stig

Aðalheiður Sjöfn 3 stig

Strákar 14-15 ára

Daði Fannar 18 stig

Stelpur 14-15 ára

Sandra Björk 17 stig

Heiðdís 6 stig

Strákar16 ára og eldri

Brynjar Gauti 18 stig

Stelpur 16 ára og eldri

Sigríður TInna 14 stig

Auðbjörg Hulda 13 stig

Guðrún 12 stig

Anna Katrín 12 stig

 

Úrslit fyrsta mótsins má sjá í mótaforriti FRÍ

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ