Frábær þátttaka í ljóðasamkeppni UÍA

UÍA efndi nýverið til ljóðasamkeppni í tilefni af 70 ára afmæli sínu. Ung og upprennandi ljóðskáld á Austurlandi hafa keppst við skriftir og árangurinn ekki látið á sér standa. Ríflega 100 ljóð um allt milli himins og jarðar, bárustu frá grunnskólanemum í 5.-10. bekk víðsvegar að af Austurlandi.

Verðlaun verða fyrir þrjú bestu ljóð í eftirfarandi flokkum: 5.-6. bekkur, 7.-8. bekkur og 9.-10. bekkur. Verðlaunahafar fá bókagjöf frá Bjarti bókaforlagi. Verðlaun verða afhent á Sumarhátíð UÍA 8.-10. júlí í sumar.

UÍA þakkar frábærar viðtökur og óskar dómnefndinni í ljóðklúbbnum Hása kisa góðs gengis og skemmtunnar við yfirlestur ljóðanna.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ