Dómaranámskeið í körfuknattleik

UÍA í samstarfi við Unglingalandsmótsnefnd og KKÍ stendur fyrir dómaranámskeiði í körfuknattleik, sem fer fram á Brúarási laugardaginn 14. maí næstkomandi og hefst kl 11. Kennari á námskeiðinu verður Guðni Eiríkur Guðmundsson frá KKÍ. Námskeiðið er öllum opið og er m.a. hugsað til að auðvelda framkvæmd ULM í sumar, Bólholtsbikarsins næsta vetur og almennt styrkja mótahald og æfingar í körfuknattleik á Austurlandi. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og veitir réttindi sem körfuknattleiksdómari.
Skráningar fara fram á skrifstofu UÍA í síma 4711353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ