Frjálsíþróttaskóli UMFÍ....bara fjör.

Skráning er hafin í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ sem fram fer á Egilsstöðum 20.-24. júní í sumar.

Frjálsíþróttaskólinn er ætlaður ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára. Ungmennin koma saman á hádegi á mánudegi en skólanum lýkur á hádegi á föstudegi í sömu viku. Aðaláhersla er lögð á kennslu í frjálsum íþróttum. Skólinn er hvoru tveggja ætlaður byrjendum og lengra komnum. Auk frjálsra íþrótta er farið í sund, leiki, óvissuferðir og haldnar kvöldvökur. Ungmennin borga 15.000 kr þáttökugjald en innifalið í því er kennsla, fæði og gisting. Skráningar fara fram hér á heimasíðu UMFÍ.

 

Í lok námskeiðsins fá öll ungmennin viðurkenningarskjal til staðfestingar um þátttökuna. Einnig er lagður fyrir þá stuttur spurningarlisti til að athuga hug þeirra til skólans almennt. Skólinn hefur fengið eindæmum góð viðbrögð og ungmennin hafa farið sátt heim eftir lærdómsríka, krefjandi en umfram allt skemmtilega viku. Þátttaka ungmenna hefur aukist umtalsvert milli ára. Góð þátttaka undirstrikar að skólinn er ákjósanlegur vettvangur til að kynna og breiða út frjálsar íþróttir á Íslandi.

 

Hér má sjá fréttir úr starfsemi skólans í fyrra sumar. Fyrsti dagur frjálsíþróttaskólans, tæknifundur og fleira sniðugt, skógarþríþraut, frjálsar, fjallganga og fáranleikar.

 

Ungmennafélag Íslands hefur yfirumsjón með framkvæmd skólans og annast sameiginlega kynningu á starfseminni. Skólinn er í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ