Æfingabúðir og Vormót UÍA í sundi

Nú um helgina verður mikið um að vera hjá sundfólki á Austurlandi. Á morgunn föstudag efnir sundráð UÍA til æfingabúða og dómaranámskeiðs í sundi í sundlauginni á Neskaupstað. Markmið æfingabúðanna er meðal annars að styrkja tengsl milli sundiðkenda víðsvegar að af Austurlandi og leggja þannig grunninn að samhentu liði á ULM.

Á meðan krakkar á öllum aldri synda af kappi í lauginni mun Ólafur Baldursson sunddómari halda dómaranámskeið fyrir þá fullorðnu, sem ætla sér einnig að vera vel undirbúnir undir mót sumarsins. Um kvöldið verður brugðið á leik á kvöldvöku og boðið er uppá gistingu í Nesskóla. Á laugardagsmorgunn verður blásið til Vormóts UÍA í sundi en það er ætlað keppendum 17 ára og yngri. Vinir okkar og nágranar frá Sindra á Höfn munu mæta með myndarlegan hóp til leiks og ljóst að líf og fjör verður í lauginni þennan daginn. Að móti loknu verður pizzuveisla og verðlaunaafhending.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ