Verkefnið Hjólað í vinnuna hafið
Hjólað í vinnuna heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hófst í dag og stendur til 24. maí.
Verkefnið hófst árið 2003 og hefur þátttaka aukist ár frá ári. Með átakinu hefur ÍSÍ staðið myndarlega að því að efla hreyfingu og starfsanda á vinnustöðum. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til að koma sér til og frá vinnu þ.e. hjóla, skokka, ganga, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð. www.hjoladivinnuna.is.
Skrifstofa UÍA á að sjálfsögðu lið í keppninni og hvetur alla til að taka þátt í þessu hressilega og heilsusamlega átaki.