Fundað með aðildarfélögum á Fljótsdalshéraði

Formaður og framkvæmdastjóri UÍA hafa á síðustu misserum farið um Austurland og fundað með stjórnum aðildarfélaga sinna til að kynna starfsemi sambandsins og kynnast starfi aðildarfélaganna. Einn slíkur fundur var í gær á Gistiheimilinu á Egilsstöðum en þangað mættu stjórnarmenn í sex íþróttafélögum á Fljótsdalshéraði. Á Héraði má finna fljölbreytta flóru stórra og smárra íþrótta- og ungmennafélaga og framboð til íþróttaiðkunar fjölbreytt.

 

Íþróttafélagið Höttur er stæsta félag svæðisins, félagið skiptist í sex deildir sem halda úti æfingum í blaki, fimleikum, fótbolta, frjálsum íþróttum, körfubolta og sundi.

Ungmennafélagið Ásinn, sem hefur höfðustöðvar sínar á Brúarási, var nýlega vakið af værum blundi og hefur ný stjórn beitt sér fyrir æfingum í frjálsum íþróttum og fótbolta barna og unglinga, auk þess að eiga lið í Bólholtsbikarnum í körfubolta nú í vetur.

UMF Þristur, sem starfar í skólahverfi Hallormsstaðaskóla heldur úti reglulegum æfingum í hinum ýmsu greinum í barna og unglingaflokkum svo og æfingum í badmintoni og körfubolta fyrir fullorðna og blaki fyrir allan aldur.

Samvirkjafélag Eiðaþinghár hefur tekið virkan þátt í Launaflsbikarnum síðustu ár og í Bólholtsbikarnum nú í vetur.

Skíðafélagið í Stafdal hefur haldið út öflugu barna og unglingastarfi undanfarna vetur. Krílaskóli hefur notið mikilla vinsælda og en þar hafa ungir og upprennandi skíðakappar fengið sína fyrstu tilsögn í skíðaíþróttinni.

Hjá Akstursíþróttaklúbbnum START ríkir mikil gleði yfir nýrri glæsilegri mótorkrossbraut í Mýneskrúsum sem klúbburinn er að byggja upp í Mýneskrúsum og verður tilbúin á næstu dögum. Það eru því spennandi tímar framundan hjá akstursíþróttamönnum.

Á svæðinu hafa einnig aðsetur Íþróttafélagið Örvar sem er íþróttafélag fyrir fatlaða iðkendur, Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs sem heldur úti æfingum fyrir unga sem eldri á Ekkjufelli, Hestamannafélagið Freyfaxi sem hefur verið með kröftugt barna starf og mótahald nú í vetur, UMF Huginn Fellum, Knattspyrnufélagið Spyrnir sem leikur í Launaflsbikarnum, SKAUST Skotfélag Austurlands og hið ný stofnaða  Skautafélag Austurlands SKAUTA.

Þökkum við fundarmönnum ánægjulega kvöldstund. Hér á myndinni til hliðar má sjá fulltrúa félaganna sex sem á fundinn mættu, á myndina vantar Erling Guðjónsson frá SE en hann þurfti að fara snemma að fundi til að raða niður körfum í leik SE og Austra í Bólholtsbikarnum.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ