Páskaeggjakeppnistímabilið í fullum gangi

Páskaegg eru hið mesta hnossgæti og því til mikils að vinna þegar þau eru á boðstólnum. Hin ýmsu íþróttafélög hafa nýtt sér páskaeggin sem verðlaunagripi á mótum og viðburðum að undanförnu og segja má því að nú sé yfirstandandi Páskaeggjakeppnistímabilið mikla.

 

Þess er skemmst að minnast að UÍA verðlaunaði stigahæstu frjálsíþróttakappa sína með páskaeggjum á Stigamóti UÍA sem fram fór á Djúpavogi 27.  mars.

UMF Þristur hélt sitt árlega Páskaeggjaskákmót síðastliðinn þriðjudag en þar fliktust skákmenn og -konur af yngri kynslóðinni að taflborðunum og öttu kappi um páskaegg. Þátttaka var afar góð enda fengu allir lítið páskaegg að launum fyrir þátttökuna. Keppt var í flokkum 1.-4. bekkur, 5.-7. bekkur og 8.-10. bekkur.

Myndir af mótinu má sjá hér

Sunddeild Hattar efndi til Páskaeggjasundmóts síðastliðinn miðvikudag, þar sem syntar voru lengri skriðsundsgreinar í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára, 11-12 ára, 13-14 ára og 15 ára og eldri. Allir þátttakendur fengu lítið páskaegg í viðurkenningaskyni fyrir þátttökuna en þrír hlutskörpustu í hverjum flokki fengu stærri egg.

Freyfaxi efndi í gær til páskaeggjaratleiks á hestum og mátti sjá einbeitta knapa og vel hvatta klára þeysast um í nágreni Stekkhólma.

UÍA óskar Austfirðingum og öðrum landsmönnum gleðilegra páska.

Myndin hér til hliðar er af þátttakendum í Páskaeggjasundmóti Hattar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ