Tíu dagar eftir af skráningu á Unglingalandsmótið

Tíu dagar eru þar til skráningu keppenda á unglingalandsmótið lýkur. Keppendur UÍA njóta sérkjara á mótið.

Öll skráning fer fram á www.ulm.is. Mótsgjaldið er 6.000 krónur. Keppendur UÍA greiða aðeins 2.000 krónur og fá óvæntan glaðing frá sambandinu. Skráningargjaldið er ýmist hægt að greiða á netinu eða þegar keppnisgögn eru sótt.

Skráningarfrestur er til miðnættis sunnudaginn 24. júlí. Það eru því aðeins tíu dagar til stefnu.

Einstaklingar eru skráðir til þátttöku í mótið en menn geta tekið sig saman og myndað lið inni í skráningarkerfinu. Við hvetjum menn til að skrá lið sín undir nafni UÍA en bæta frekar við endingum til aðgreiningar (t.d. UÍA-Höttur, UÍA-Þróttur o.s.frv.)

Skrifstofa UÍA veitir allar nánari upplýsingar í síma 471-1353 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ