Ótal austfirskir sigrar

Síðastliðinn laugardag hélt Glímudeild Vals, í samstarfi við Glímusamband Íslands, Grunnskólamót í glímu.

Grunnskóli Reyðarfjarðar fagnaði sigri í heildarstigkeppni mótsins, auk þess sem tveir austfirskir glímumeistarar hömpuðu skólameistaratitlum.  Í sjöunda bekk vann Haraldur Eggert Ómarsson alla andstæðinga sína sex og í tíunda bekk varð Patrekur Stefánsson efstur með þrjá vinninga. Þar að auki nældu Austfirðingar sér í fern silfurverðlaun og fern bronsverðlaun á mótinu.

 

Í sveitarglimu Íslands sem einnig fór fram síðastliðinn laugardag varð tvöfaldur austfirskur sigur er sveitir UÍA sigruðu í flokkum 11-12 ára stráka og í flokki 15-16 ára stráka. Yngri sveitina skipuðu Pálmi Þór Magnússon, Sveinn Marinó Kristjánsson, Stefán Halldór Árnason og Máni Snær Ólafsson og þá eldri þeir Patrekur Trostan Stefánsson, Svanur Ingi Ómarsson og Haraldur Eggert Ómarsson.

Óskum við okkar frábæra glímufólki til hamingju með árangurinn.

Myndir af mótinu má sjá á hér vef Agl.is

Úrslit mótsins má nálgast hér á vef Glímusambands Íslands

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ