Í nógu að snúast hjá greinastjórum ULM

Nokkrir af greinastjórum ULM stóðu í ströngu í síðustu viku, og ljóst að þeir verða vel undirbúnir þegar kemur að ULM.

Sverrir Gestsson greinastjóri í skák, sá um Grunnskólamót Fljótsdalshéraðs í skák 31. mars. Á mótinu kepptu 93 grunnskólanemar í 1.-10. bekk úr skólunum fjórum á Fljótsdalshéraði. Keppni var æsispennandi og keppendur lögðu sig alla fram við talfborðin.

Það var ekki síður í mörg horn að líta hjá Þóroddi Helgasyni greinastjóra í glímu en hann kom að framkvæmd hvorki fleiri né færri en þriggja glímumóta, þann 2. apríl. Þá fóru fram Grunnskólamót Íslands í glímu, Sveitaglíma Íslands og sjálf Íslandsglíman, á Reyðarfirði. Mótin gengu vel fyrir sig, mikil og góð stemming á áhorfendapöllunum og keppnin skemmtileg.

Greinastjórar í frjálsum íþróttum þau Hildur Bergsdóttir, Snorri Benediktsson og Sverrir Reynisson stóðu fyrir námskeiði fyrir starfsfólk í frjálsíþróttakeppni ULM 2. april og fengu Skagfirðinginn Gunnar Sigurðsson til liðs við sig, sá hann um námskeiðið og notaði jafnframt ferðina til að vera með æfingar fyrir frjálsíþróttakrakka á svæðinu.

Hér til hliðar má sjá myndir af grunnskólamótinu í skák, af Íslandsglímunni og af námskeiði frjálsíþróttastarfsfólks.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ