Jalla Jalla vann Héraðsprentsmótið í boccia

Úrvalslið Jalla Jalla vann opna Héraðsprentsmótið í boccia sem haldið var á Sumarhátíð. Sex lið tóku þátt í mótinu.

Liðin léku í tveimur riðlum. Lið Framsóknarfélag Fljótsdalshéraðs vann A riðil, Framsóknarfélag Seyðisfjarðar varð í öðru sæti og Skrúður í þriðja sæti. Í B riðli varð Jalla Jalla efst, Einherji annar og HHMT þriðja.

Síðan var leikið til verðlauna. Seyðfirðingar unnu Vopnfirðinga í slagnum um þriðja sætið, 6-2 og Jalla-Jalla burstaði framsóknarmenn af Fljótsdalshéraði 10-0 í úrslitaleiknum.

Lið Jalla-Jalla skipuðu þeir Högni Helgason, Þorvaldur Björgvin Ragnarsson og Bjarni Viðar Hólmarsson.

Mótið var opið öllum líkt og í fyrra. Yngstu keppendurnir voru tólf ára en þeir elstu um nírætt.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ