Allt að gerast í g?ímunni
Það er viðburðarrík helgi framundan hjá glímufólki landsins, en á laugardaginn 2. apríl fara fram Grunnskólamót Íslands i glímu og Sveitaglíma Íslands 16 ára og yngri í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefjast kl 9.30. Gaman verður að sjá grunnskólanemendur víðsvegar af landinu leiða saman hesta sína. Sjálf Íslandsglíman, þar sem keppt er um Grettisbeltið og Freyjumenið, fer einnig fram á laugardaginn í íþróttahúsinu á Reyðarfirði og hefst kl 16.00.
Þar mun fremsta glímufólk landsins takast á og óhætt að lofa spennandi og skemmtilegri keppni. UÍA á níu af nítján keppendum á mótinu og hvetjum við Austfirðinga til að fjölmenna í áhorfendastúkuna, en aðgangur er ókeypis. Óskum við okkar fólki góðs gengis bæði í keppni á mótinu sem og við framkvæmd þess.