Frjálsíþróttakeppni, sundlaugarpartý og páskaegg
Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fór fram, í samstarfi við Neista, í íþróttahúsinu á Djúpavogi síðastliðinn sunnudag.
Þar mættu um 30 keppendur til leiks frá fjórum félögum. Keppt var í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, kúluvarpi og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri. Mótið var síðari hluti af mótatvennu vetrarins, en hið fyrra fór fram á Reyðarfirði í lok nóvember. Keppendur söfnuðu stigum í hverri grein fyrir sig, með þeim hætti að sá hlutskarpasti í hverjum aldursflokki fékk 6 stig, sá sem hafnaði í öðru sæti hlaut 5 og þannig koll af kolli. Allir þátttakendur fengu lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna og þeir stigahæstu í hverjum flokki fengu stórt páskaegg í verðlaun. Mikil spenna ríkti þegar úrslit voru tilkynnt og verðlaunahafarnir voru alsælir með þessi óvenjulegu verðlaun. Að mótinu loknu bauð UMF Neisti keppendum í sundlaugarpartý og var þar mikið burslað. Þökkum við keppendum og starfsfólki kærlega fyrir skemmtilegt mót og vonum að páskaegginn renni ljúflega niður.
Myndir af mótinu má nálgast hér
Úrslit í stigakeppni urðu eftirfarandi:
11-12 ára stelpur
Eyrún Gunnlaugsdóttir, Hetti 23 stig
Sara Kolodziejczyk, Hetti 20 stig.
Jôhanna Malen , Þristi 17 stig
Kamilla Marín Björgvinsdóttir, Neista 16 stig
Þórunn Amanda Þráinsdóttir, Neista 16 stig
Magnea Petra Heimisdóttir, Hetti 7 stig
Guðrún Birta Stefánsdóttir, Þristi 6 stig
11-12 ára strákar
Tryggvi Þór Hallgrímsson, Þristi 21 stig
Ásmundur Ólafsson, Neista 18 stig
Arnar Óli Jóhannsson, Þristi 16 stig
Hjálmar Óli Jôhannsson, Þristi 16 stig
Trausti Marel Þorsteinsson, Hetti 10 stig
Kristófer Dan Stefánsson, Neista 9 stig
Sigurður Þorri Sigurðsson, Þristi 5 stig
Bergsveinn Ás Hafliðason, Neista 3 stig
13-14 ára stelpur
Hrefna Ösp Heimisdóttir, Hetti 47 stig
Eydís Hildur Jóhannsdóttir, Þristi 21 stig
13-14 ára strákar
Mikael Máni Freysson, Þristi 42 stig
Sigurður Karl Benediktsson Blöndal, Þristi 39 stig
Jônas Bragi Hallgrímsson, Þristi 35 stig
Atli Pá?mar Snorrason, Hetti 20 stig
Einar Bjarni Helgason, Hetti 15 stig
Snorri Guðröðarson, Þristi 5 stig
Benjamín Árnason, Val 3 stíg
15-16 ára meyjar
Erla Gunnlaugsdóttir, Hetti 46 stig
Sigríður Tinna Sveinbjörnsdóttir, Hetti 41 stig
Auðbjörg Hulda Þórarinsdóttir, Hetti 17 stig
Heiðdís Sigurjónsdóttir, Hetti 12 stig
Guðrún Birta Hafsteinsdóttir, Leikni 6 stig
Árdís Ósk Aðalsteinsdóttir, Ásnum 5 stig
15-16 ára sveinar
Einar Bessi Þórólfsson, Þristi 48 stig
Snæþór Ingi Jósepsson, Austra, 24 stig.
Karlar 17 ára og eldri
Örvar Þór Guðnason, Hetti 18 stig