Stigamót UÍA um helgina

Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum fer fram í samstarfi við UMF Neista, í íþróttahúsinu á Djúpavogi næstkomandi sunnudag. Keppt verður í langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi í flokkum stráka og stelpna 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17ára og eldri.

 

Mótið er það síðara í mótatvennu vetrarins og mun sameiginlegur stigafjöldi keppenda af mótunum tveimur ráða úrslitum. Þeir hlutskörpustu í hverjum aldursflokki fá girnileg páskaegg í verðlaun, en allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. Að móti loknu verður sundlaugarpartý í sundlauginni á Djúpavogi. Þáttttökugjald er 500 kr á keppenda óháð greinafjölda. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu UÍA í síma 4711353.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ