UMFÍ á þeysireið um Austurland
Sigurður Guðmundsson landsfulltrúi Ungmennasambands Íslands heimsótti, ásamt Heiði Vigfúsdóttur verkefnisstjóra ULM og Hildi Bergsdóttur framkvæmdastjóra UÍA, grunnskóla á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð og kynnti ýmis verkefni í starfi UMFÍ s.s. Frjálsíþróttaskóla og Unglingalandsmót.
Grunnskólanemendur tók gestunum fagnandi og voru afar áhugasamir um verkefnin, enda ekki á hverjum degi sem stærsti íþróttaviðburður landsins er haldin nánast í túnfætinum.
Á myndinni hér til hliðar má sjá nemendur Grunnskólans á Reyðarfirði fylgjast með kynningunni.