Dagskrá Unglingalandsmótsins tilbúin

Dagskrá Unglingalandsmótsins sem verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina er tilbúin. Sléttar tvær vikur eru í að hún byrji. Umfangsmikil skemmtidagskrá verður í bænum fyrir utan íþróttakeppnina.

Á meðal þeirra sem ætla að koma austur og skemmta gestum eru Bogomil Font, Ingó og veðurguðirnir, hljómsveitin Í svörtum fötum og Jón Jónsson. Heimamenn koma einnig myndarlega inn í dagskrána. DJ Ívar Pétur tryllir lýðinn, Bjartmar Guðlaugsson heldur uppi stuðinu í tjaldinu og  Creedance Traveling Band tekur lagið.

Í dag eru sléttar tvær vikur í að dagskráin hefjist. Fimmtudaginn 28. júní verður tekið á móti gestum og haldin kvöldvaka í risatjaldinu sem staðsett verður við sundlaugina.

Fjölbreytt afþreying verður í boði á mótinu eins og ratleikir, gönguferðir, sögustundir fyrir yngstu börnin, leiktæki, íþróttaþrautir, spurningakeppni og fjölbreytt tónlistar og leikatriði.

Dagskrána í heild sinni má sjá á ULM.is

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ