Stigamót UÍA í frjálsum íþróttum

Stigamót UÍA fer fram í íþróttahúsinu á Djúpavogi sunnudaginn 27. mars og hefst kl 11. Keppt verður í kúluvarpi, langstökki án atrennu, þrístökki án atrennu og hástökki í flokkum 11-12 ára, 13-14 ára, 15-16 ára og 17 ára og eldri.
Allir þátttakendur fá lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Mótið er það síðara í stigamótatvennu vetrarins og fá stigahæstu einstaklingar í hverjum flokki stórt páskaegg í verðlaun.
Að móti loknu verður sundlaugapartý í sundlauginni á Djúpavogi.
Skráningargjald 500 kr á keppenda, óháð greinafjölda.
Skráningar berist í This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 4711353 í síðasta lagi fimmtudagskvöldið 24. mars.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ