Sýndu hvað í þér býr Félagsmálafræðsla UMFÍ

UMFÍ heldur námskeið í félagsmálafræðslu hér eystra dagna 22. og 23. mars næstkomandi. Þriðjudaginn 22. mars verður námskeið á skrifstofu UÍA frá kl 18:00-21:30 og á miðvikudaginn 23. mars verður haldið námskeið í Verkmenntaskóla Austurlands frá kl 18:00-21:30

 

Markmið námskeiðsins er að efla starf aðildarfélaga og þjálfa einstaklinga til starfa. Þátttakendur fá þjálfun í ræðumennsku og fundarsköpum. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og opið öllum aðildarfélögum UÍA. Athugið að aðeins takmarkaður fjöldi kemst á hvert námskeið.

Tekið verður við skráningum á þjónustumiðstöð UMFÍ í síma 568 2929 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Einnig eru upplýsingar á heimasíðu UMFÍ á www.umfi.is. Hvetjum við alla til þátttöku.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ