Björnsmót í Stafdal

Síðastliðinn laugardag var Björnsmót í Stafdal þar sem keppt var í svigi á laugardeginum en ekki var unnt að keyra stórsvig á sunnudeginum sökum hvassviðris. Um 130 keppendur voru skráðir til keppni á aldrinum 4-26 ára, þarf 85 keppendur í flokki 10 ára og yngri. Keppendur komu frá Skíðafélaginu í Stafdal (SKIS), Skíðafélagi Fjarðarbyggðar (SFF) og Mývatni (Mývetningu).

 

Mikil gróska er í SKIS og er unnið að uppsetningu á lyftu ofan við þá sem fyrir er. Þegar hún verður komin í gagnið, sem fyrirhugað er á næstu vikum, verður hægt að renna sér ofan af Stafdalsfellinu og er fallhæðin um 322m.

Í ár eru 45 krakkar á aldrinum 6-14 ára frá Seyðisfirði, Fljótsdalshéraði og Fljótsdal sem æfa hjá félaginu. Þar fyrir utan er tæplega 20 börn á aldrinum 3-5 ára í Krílaskóla á laugardögum. Á byrjendanámskeið barna voru um 30 krakkar og eru 15-20 fullorðnir á byrjendanámskeiði sem stendur yfir.

Þjálfara SKIS í vetur eru Halldór J. Halldórsson, Hafþór Valur Guðjónsson, Unnur Óskarsdóttir, Hildur Jóna Gunnlaugsdóttir, Hafsteinn Gunnlaugsson auk aðstoðarþjálfara í Krílaskóla.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ